Öryggisdansinn: Annar af tveim dönsum sem náðu töluverðri útbreiðslu eftir umfjöllun og greiningu í Dansbók Dr. Schnellkopfs - um hagkvæmni og nýtingu Evrópskra og Norður Amerískra dansa. Ö. er fyrst og fremst notaður þegar á að dansa án þess að skaði hljótist af. Ö. var upprunalega kanadísk-austurrískur þjóðdans, en varð gerður að vinsælli alþýðumenningarafþreyingu á 9. áratug 20. aldar með laginu Safety Dance (Sicherheitstanz) í flutningi hljómsveitarinnar Men Without Hats (Männer ohne Hüte).