Hrakhraufast:Að hreyfast með hopphreyfingum yfir gólf. Elzta heimild um orðið er Sæmundur Jóhannesson, hárlagningamaður . Hann lærði orðið af móður sinni, Petreu Guðnýju Gísladóttur, árið 1934. Samkvæmt frásögn Sæmundar sagði Petrea um kanínu sem hoppaði yfir gólf á heimili þeirra: „Nú, hvert skyldi hún hafa hrakhraufazt?“ Sæmundur, sem heldur þótti vitlaus, skildi ekki við hvað var átt og bað skýringar og sagði hún þá: „Þegiðu, Sæmundur eða ég skal veita þér væna eyrnarfíkju!“ (Sjá ávextir)